Vill aukna fjármuni í forvarnir Svavar Hávarðsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Vísir/Pjetur „Besta fjárfestingin og sú arðsamasta liggur í forvörnum. Því þurfum við að setja aukna fjármuni í forvarnir og baráttu við lífstílstengda sjúkdóma. Það er okkar verkefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Unnið er að því innan heilbrigðisráðuneytisins að móta heilstæða forvarnarstefnu í anda þess sem gerist á Norðurlöndunum. Fréttablaðið sagði frá því í gær að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er fórnarkostnaður vegna lífsstílssjúkdóma á Íslandi ógnarhár, en á sama tíma verja fáar vestrænar þjóðir eins litlu fé til beinna forvarna. Kristján segir dæmin sanna að fé sem varið er til forvarna skili sér hratt til baka með góðri ávöxtun. Hann segir lífstílssjúkdóma áhyggjuefni. „Það er alveg rétt að við töpum mörgum mannárum á óheilbrigðu líferni almennt en í þessari umræðu þarf samt að leggja áherslu á ábyrgð hvers einstaklings á eigin heilbrigði,“ segir Kristján og bætir við að vinna standi yfir í hans ráðuneyti um forvarnamál í ágætu samstarfi við landlæknisembættið. Stofnuð hafi verið ráðherranefnd um lýðheilsumál sem væntanlega skili af sér hugmyndum með haustinu. Kristján nefnir að ræða mætti hvort ástæða sé til að hnika til í námsskrá skólanna og gera hreyfingu hærra undir höfði. „Þetta snertir nefnilega ekki aðeins heilbrigðismálin heldur uppeldis- og menntunarþætti líka,“ segir Kristján. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá er á Norðurlöndunum verið að innleiða heildstæða stefnu á sviði ósmitnæmra sjúkdóma – lífsstílssjúkdóma. Þar er tekið sameiginlega á stórum áhættuþáttum þeirra og sett eru undir einn hatt hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, ákveðnir öndunarfærasjúkdómar og krabbamein. „Við erum að þreifa okkur inn í slíka stefnumörkun,“ segir Kristján og nefnir að í síðustu viku voru samningar undirritaðir við Sjúkratryggingar um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Besta fjárfestingin og sú arðsamasta liggur í forvörnum. Því þurfum við að setja aukna fjármuni í forvarnir og baráttu við lífstílstengda sjúkdóma. Það er okkar verkefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Unnið er að því innan heilbrigðisráðuneytisins að móta heilstæða forvarnarstefnu í anda þess sem gerist á Norðurlöndunum. Fréttablaðið sagði frá því í gær að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er fórnarkostnaður vegna lífsstílssjúkdóma á Íslandi ógnarhár, en á sama tíma verja fáar vestrænar þjóðir eins litlu fé til beinna forvarna. Kristján segir dæmin sanna að fé sem varið er til forvarna skili sér hratt til baka með góðri ávöxtun. Hann segir lífstílssjúkdóma áhyggjuefni. „Það er alveg rétt að við töpum mörgum mannárum á óheilbrigðu líferni almennt en í þessari umræðu þarf samt að leggja áherslu á ábyrgð hvers einstaklings á eigin heilbrigði,“ segir Kristján og bætir við að vinna standi yfir í hans ráðuneyti um forvarnamál í ágætu samstarfi við landlæknisembættið. Stofnuð hafi verið ráðherranefnd um lýðheilsumál sem væntanlega skili af sér hugmyndum með haustinu. Kristján nefnir að ræða mætti hvort ástæða sé til að hnika til í námsskrá skólanna og gera hreyfingu hærra undir höfði. „Þetta snertir nefnilega ekki aðeins heilbrigðismálin heldur uppeldis- og menntunarþætti líka,“ segir Kristján. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá er á Norðurlöndunum verið að innleiða heildstæða stefnu á sviði ósmitnæmra sjúkdóma – lífsstílssjúkdóma. Þar er tekið sameiginlega á stórum áhættuþáttum þeirra og sett eru undir einn hatt hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, ákveðnir öndunarfærasjúkdómar og krabbamein. „Við erum að þreifa okkur inn í slíka stefnumörkun,“ segir Kristján og nefnir að í síðustu viku voru samningar undirritaðir við Sjúkratryggingar um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira