Innlent

Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi

Ingibjörg Pálmadóttir, oddviti Frjálsra með Framsókn á Akranesi.
Ingibjörg Pálmadóttir, oddviti Frjálsra með Framsókn á Akranesi.
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt.

Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Hún er hjúkrunarfræðingur en hefur komið víða við í gegnum árin. Hefur starfað á sjúkrahúsi Akraness, sat í bæjarstjórn í 10 ár og á Alþingi í önnur 10 ár og þar af sem heilbrigðisráðherra í 6 ár sem er lengur en nokkur annar hefur setið í þeim stól. Síðustu ár hefur hún starfað fyrir Velferðarsjóð barna, Landspítalann og fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Ingibjörg flutti rúmlega tvítug á Skagann, þá nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur.   Ætlaði að stoppa stutt en fljótlega fann hún að þetta var bærinn hennar og allar götur síðan hafa Skagamenn falið henni hin ýmsu trúnaðarstörf. Hún býður sig nú fram að nýju því að hún sér að það eru mörg tækifæri sem blasa við Akranesi sem enn eru ónýtt. Ingibjörg segist vilja hafa áhrif á framþróunina með öðru kraftmiklu fólki því hún telur reynslu sína geta komið að góðu gagni.

YFIRHEYRSLAN

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Lambhúsasund á Akranesi.

Hundar eða kettir?

Geri ekki upp á milli þeirra.

Hver er stærsta stundin í lífinu?

Þegar strákarnir mínir komu í heiminn einn af öðrum.

Hvernig bíl ekur þú?

Svarta bílnum hans Haraldar.

Besta minningin?

Þegar ég kyssti hann Harald minn í fyrsta sinn á tröppunum við Kvennaskólann eftir ball í Glaumbæ.

Hefur þú verið tekin af lögreglunni?

Hef fengið misgóðar myndir teknar af mér í Hvalfjarðargöngunum, held að þær séu frá lögreglunni.

Hverju sérðu mest eftir?

Æ...það þýðir ekkert að velta sér upp úr því.

Draumaferðalagið?

Hjóla um Borgarfjörðinn þveran og endilangan.

Hefurðu migið í saltan sjó?

Já í Faxaflóann.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?

Það er að koma aftur í pólitíkina.

Hefur þú viðurkennt mistök?

Já en með miklum semingi!

Hverju ertu stoltust af?

Barnabörnunum mínum.

Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×