Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2014 20:00 Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“ Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“
Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00