Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2014 20:00 Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“ Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“
Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00