Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2014 20:00 Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“ Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“
Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00