Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. maí 2014 20:00 Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“ Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira