Segir Gunnar hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 11:29 VISIR/GVA Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira