Segir Gunnar hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 11:29 VISIR/GVA Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira