Erlent

Stúlka mátti ekki klæðast smóking á árbókarmynd

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Eldri bróðir stúlkunnar, Michael Urbina, hóf herferð á netinu með slagorðinu #JessicasTux. Hann deildi einnig myndinni  umdeildu.
Eldri bróðir stúlkunnar, Michael Urbina, hóf herferð á netinu með slagorðinu #JessicasTux. Hann deildi einnig myndinni umdeildu.
Kaþólskur skóli í San Francisco í Bandaríkjunum hefur beðist afsökunar á því að hafa bannað mynd af ungri stúlku sem er nemandi við skólann í árbókinni vegna þess að hún var klædd í smóking.

Ástæða þess að banna átti myndina var sú að skólinn taldi hana brjóta gegn reglum skólans um klæðaburð. Á myndum í árbókum skólans skyldu stúlkur verða klæddar í kjóla.

Stúlkan sem um ræðir er 18 ára og heitir Jessica Urbina. Skólafélagar hennar lýstu yfir stuðningi við hana og mættu með  þverslaufur í skólann.

Eldri bróðir hennar, Michael Urbina, hóf herferð á netinu með slagorðinu #JessicasTux. Hann deildi einnig myndinni umdeildu.

Samnemendur Jessica mættu með þverslaufu til þess að sýna henni stuðning.
Kærasta hennar lýsti einnig við stuðningi. „Ég styð kærustuna mína,“ sagði Katie Emanuel. „Ég styð skólann minn líka og ég vil að hann geri hvað hann getur fyrir fólk eins og okkur.“

Skólayfirvöld báðu stúlkuna og fjölskylduna afsökunar og tóku fram að engin leið væri til þess að afsaka þetta. En hingað til hefði enginn komist upp með að fara ekki að reglum skólans. Í þessu sérstaka tilviki hefði ákvörðun um að banna myndina þó verið röng.

Bókin hefur þegar verið prentuð án myndar af Jessica en bókin verður endurprentuð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×