Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák 21. maí 2014 18:57 Tómstundariðkun - ég er mikill skíðamaður og nota hvert tækifæri til að bregða mér á skíði. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor: „Ég heiti Sigurður Björn Blöndal, stundum kallaður S. Björn Blöndal eða bara Björn Blöndal. Ég er fæddur árið 1969 í Reykjavík. Var hress og glaður krakki en mjög þægur að sögn foreldra minna. Ég er búinn að hlaupa af mér hornin og hef undanfarin 17 ár verði í hamingjusamri sambúð með Sigurbjörgu Gylfadóttur, menntaskólakennara. Við eigum tvo stráka, 10 og 15 ára. Ég hef gert ýmislegt um ævina, er tónlistarmaður og hef leikið á bassa með hljómsveitinni HAM frá árinu 1988, með smá hléum. Ég hef unnið allskonar störf: verslunarmaður, framkvæmdastjóri, markaðstjóri, vörustjóri, kvikmyndaframleiðandi, skólaliði, blaðamaður, sjómaður, sorphreinsunarmaður, verkamaður, rútubílstjóri og nú síðast aðstoðarmaður og pólitískur ráðgjafi borgarstjóra. Mér finnst skemmtilegt að vinna með fólki, leiðinlegra að vinna á móti því og reyni að forðast það. Síðasta haust kom upp sú staða að ég varð að ákveða hvort ég ætlaði að halda áfram að vinna á vettvangi borgarstjórnar eða snúa mér að öðrum verkefnum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig dauðlangaði að halda áfram að vinna að borgarmálum og mig langaði mjög mikið til að gera mitt besta til að þessi yndislega borg okkar, Reykjavík, gæti orðið ennþá betri staður til að búa á, til að heimsækja, til að vera á og til að hugsa um. Reykjavik er frábær, hún er glaði, gáfaði og skemmtilegi dvergurinn í hópi höfuðborga. Reykjavik er borg tækifæranna. Útlendingar eru vitlausir í Reykjavík. Íslendingar kölluðu Reykjavík lengi vel sollinn, borg óttans og eitthvað þaðan af verra. Þetta hefur breyst. Reykjavík er ekki lengur forboðna borgin, hún er borgin okkar. Flestir þeir sem búa í Reykjavík eru stoltir af borginni sinni. Ef þú ert staddur í útlöndum, þá segirðu með stolti að þú sért frá Reykjavík. Alveg eins og þú játar því stoltur að Björk sé frá Íslandi. Mér finnst frábært að búa í Reykjavík, þetta er borgin mín. Ég vil hvergi annarsstaðar búa.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Kverkfjöll. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Ætli það sé ekki þegar ég fæddist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Steik og bernaise. Hvernig bíl ekur þú?Grand Cherokee árgerð 2001 - ekinn rúmlega 112.00 mílur.Í þessu veðri er Þúfa við frystigeymslur Granda minn uppáhaldsstaður í Reykjavík.Besta minningin?Fæðing strákanna minna eru tvær góðar bestu minningar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já. Hverju sérðu mest eftir?Engu. Draumaferðalagið? Eitthvað á fjallaskíðum Hefur þú migið í saltan sjó?Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Fara í framboð. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltastur af?Strákunum mínum og síðustu 4 árum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36 Oddvitaáskorunin - Stuðla að betra samfélagi Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík. 15. maí 2014 15:54 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor: „Ég heiti Sigurður Björn Blöndal, stundum kallaður S. Björn Blöndal eða bara Björn Blöndal. Ég er fæddur árið 1969 í Reykjavík. Var hress og glaður krakki en mjög þægur að sögn foreldra minna. Ég er búinn að hlaupa af mér hornin og hef undanfarin 17 ár verði í hamingjusamri sambúð með Sigurbjörgu Gylfadóttur, menntaskólakennara. Við eigum tvo stráka, 10 og 15 ára. Ég hef gert ýmislegt um ævina, er tónlistarmaður og hef leikið á bassa með hljómsveitinni HAM frá árinu 1988, með smá hléum. Ég hef unnið allskonar störf: verslunarmaður, framkvæmdastjóri, markaðstjóri, vörustjóri, kvikmyndaframleiðandi, skólaliði, blaðamaður, sjómaður, sorphreinsunarmaður, verkamaður, rútubílstjóri og nú síðast aðstoðarmaður og pólitískur ráðgjafi borgarstjóra. Mér finnst skemmtilegt að vinna með fólki, leiðinlegra að vinna á móti því og reyni að forðast það. Síðasta haust kom upp sú staða að ég varð að ákveða hvort ég ætlaði að halda áfram að vinna á vettvangi borgarstjórnar eða snúa mér að öðrum verkefnum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig dauðlangaði að halda áfram að vinna að borgarmálum og mig langaði mjög mikið til að gera mitt besta til að þessi yndislega borg okkar, Reykjavík, gæti orðið ennþá betri staður til að búa á, til að heimsækja, til að vera á og til að hugsa um. Reykjavik er frábær, hún er glaði, gáfaði og skemmtilegi dvergurinn í hópi höfuðborga. Reykjavik er borg tækifæranna. Útlendingar eru vitlausir í Reykjavík. Íslendingar kölluðu Reykjavík lengi vel sollinn, borg óttans og eitthvað þaðan af verra. Þetta hefur breyst. Reykjavík er ekki lengur forboðna borgin, hún er borgin okkar. Flestir þeir sem búa í Reykjavík eru stoltir af borginni sinni. Ef þú ert staddur í útlöndum, þá segirðu með stolti að þú sért frá Reykjavík. Alveg eins og þú játar því stoltur að Björk sé frá Íslandi. Mér finnst frábært að búa í Reykjavík, þetta er borgin mín. Ég vil hvergi annarsstaðar búa.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Kverkfjöll. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Ætli það sé ekki þegar ég fæddist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Steik og bernaise. Hvernig bíl ekur þú?Grand Cherokee árgerð 2001 - ekinn rúmlega 112.00 mílur.Í þessu veðri er Þúfa við frystigeymslur Granda minn uppáhaldsstaður í Reykjavík.Besta minningin?Fæðing strákanna minna eru tvær góðar bestu minningar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já. Hverju sérðu mest eftir?Engu. Draumaferðalagið? Eitthvað á fjallaskíðum Hefur þú migið í saltan sjó?Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Fara í framboð. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltastur af?Strákunum mínum og síðustu 4 árum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36 Oddvitaáskorunin - Stuðla að betra samfélagi Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík. 15. maí 2014 15:54 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36
Oddvitaáskorunin - Stuðla að betra samfélagi Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík. 15. maí 2014 15:54