Erlent

Mikill eldur logaði í Listaskóla Glasgow

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang.
Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang. Vísir/AFP
Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum í dag við að ná tökum á miklum eldi sem logað hefur í Listaskóla Glasgow í Skotlandi. Samkvæmt vitnum mun eldurinn hafa kviknað þegar skjávarpi sprakk skömmu eftir hádegi í dag. Enginn slasaðist í eldsvoðanum.

Fjallað er um brunann á vef BBC.

Mackintosh byggingin, eins og hún er kölluð, var byggð árið 1909 og er eitt af kennileitum Glasgow. Byggingin var hönnuð af Charles Rennie Mackintosh, einum fremsta arkitekt Skotlands.

Að mestu er búið að ráða niðurlogum eldsins en slökkviliðsmenn voru komnir á vettvang innan við fjórar mínútur frá útkalli.

Mackintosh byggingin er eitt af kennileitum Glasgow.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×