Innlent

Barnaheill safna hjólum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að þessu sinni unnin í samstarfi við Æskuna barnahreyfing IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Hjólunum verður safnað safnað hjá Hringrás í Klettagörðum í Reykjavík og í Sorpu við Dalveg í Kópavogi.

Þetta er í þriðja sinn sem notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga er safnað og mun söfnunin standa yfir til 15. júní. Þau verða svo gerð upp af sjálfboðaliðum undir stjórn sérfræðinga hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum og Æskunnar og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á að kaupa sér reiðhjól.

Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Hjólin verða afhent í júní.

Hægt er að fylgjast með söfnuninni á Facebook en þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku í viðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×