Innlent

Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Forseti Íslands fór í dag til Húsavíkur með sjóflugvél í tilefni af opnun Könnunarsafns Íslands.
Forseti Íslands fór í dag til Húsavíkur með sjóflugvél í tilefni af opnun Könnunarsafns Íslands. mynd/gaukur hjartarson
Forseti Íslands fór í dag til Húsavíkur með sjóflugvél í tilefni af opnun Könnunarsafns Íslands. Ólafur Ragnar opnaði safnið formlega, ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni fyrrum ráðherra.

„Einn af munum safnsins er stytta af Guðríði Þorbjarnardóttur, en Ólafur hefur verið gríðarlega ötull í að segja hennar sögu. Hann hefur gert sögu hennar góð skil og fór til að mynda með styttu af henni í Páfagarðinn. Ég held það sé óhætt að segja að Guðríður er merkasti könnuður okkar Íslendinga,“segir Örlygur Hnefill Örlygsson, stofnandi Könnunarsafnsins, eða The Exploration Museum.

Ólafur Ragnar lenti með sjóflugvél við höfnina við mikinn fögnuð fólks í dag, en um þrjú hundruð manns fylktu liði frá höfninni að safninu nýja. Ólafur kom með sjóflugvél Arngríms Jóhannssonar og komu þeir með listaverkið Náttfara eftir Kristinn G. Jóhannsson, bróður Arngríms. 

Á safninu má hlýða á sögu geimferða í gegnum tímann og leiðangra norrænna víkinga og má þar finna hina ýmsu muni. „Almennt séð eru þetta þeir sem vilja og fara skrefinu lengra. Úlpan hennar Vilborgar Örnu er til dæmis hér,“ segir Örlygur.

mynd/völundur jónsson
mynd/völundur jónsson
mynd/völundur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×