Erlent

Fjölskylda Rodgers vill endurskoðun löggjafar um skotvopna eign

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Hann hefur alltaf átt erfitt, jafnvel sem barn,“ sagði föðursystir Elliot.
"Hann hefur alltaf átt erfitt, jafnvel sem barn,“ sagði föðursystir Elliot.
Faðir Elliot Rodger, sem myrti sex manns í Santa Barbara í Bandaríkjunum og svipti sjálfan sig lífi í kjölfarið, er miður sín eftir voðaverkin. Faðirinn er kvikmyndgerðamaðurinn Peter Rodger en hann var meðal annars aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar um Hungurleikana.

Systir Peter, Jenni Rodger, sagði í samtali við fréttastofu Sky að hann væri í áfalli eftir hörmunarnar og hefði þegar óskað eftir umræðu um að lögum um skotvopnaeign Bandaríkjamanna verði breytt.

„Ég get ekki ímyndað mér hversu hræðilegt þetta hlýtur að vera fyrir fjölskyldur þeirra sem hann myrti. Hugur minn er hjá þeim,“ sagði hún.

„Hann hefur alltaf átt erfitt, jafnvel sem barn. Ég get ekki skilið, hvernig veikur og truflaður ungur maður gat komist yfir skotvopn. Það verður eitthvað að gera í skotvopnalöggjöfinni í þessu landi.“

Íbúar í bænum þar sem morðið átti sér stað gengu með kertu til minningar um fórnarlömb Elliot.
Hún segir föður Elliot vera brotinn eftir þetta og segist ekki geta séð hvernig hann muni nokkurn tíman jafna sig á þessu.

Elliot stakk þrjá manns til bana í íbúð sinni og fór svo í BMW bifreið sína og ók af stað og hóf skothríð. Tilviljun réð því hverjir urðu fyrir skotum. Sjö til viðbótar særðust í skotárásinni.

Elliot mun hafa reynt að komast inn í byggingu í Háskólanum í Santa Barbara. Þar barði hann á dyr. Kona sem var innan dyra sagði hann hafa barið fast að dyrum í nokkrar mínútur en honum var ekki hleypt inn.

Hann skaut þá á tvær ungar konur, Veronka Weiss 19 ára og Katie Cooper 22 ára. Sjötta fórnarlamb Elliot var 20 ára gamall piltur að nafni Christopher Michael-Martinez. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×