Innlent

Níu fluttir á slysadeild þegar þjófar reyndu að stinga af - ökumaðurinn hálsbrotnaði

Áreksturinn varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Áreksturinn varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Níu manns voru fluttir á slysadeild Landsspítalans eftir sex bíla árekstur sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi og liggur ökumaðurinn, sem olli árekstrinum, alvarlega slasaður á spítalanum, hálsbrotinn.

Hann, ásamt þremur öðrum, höfðu gert tilraun til ráns í verslun, en voru að forða sér af vettvangi og ók ökumaðurinn gegn rauðu ljósi inn á gatnamótin, með þessum afleiðingum.

Eftir áreksturinn sat ökumaðurinn meðvitundarlítill í bílnum en hinir þrír reyndu að forða sér á hlaupum, en lögreglumenn náðu þeim og eru þeir vistaðir í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×