Innlent

Sumardvalarstað fyrir fatlaða lokað vegna gruns um gróf kynferðisbrot

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglan á Selfossi hefur um skeið rannsakað brotin.
Lögreglan á Selfossi hefur um skeið rannsakað brotin.
Sumardvalarheimili fyrir fatlaða, sem nú er til rannsóknar vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn tveimur fötluðum konum, hefur verið lokað. Þetta kemur fram í frétt hjá RÚV. Konurnar dvöldu á umræddu heimili.

Starfsemin er ekki leyfisskyld en heimilið er í þjónustuumdæmi félagsþjónustunnar í Árborg og nærliggjandi sveitarfélaga.

Maðurinn sem grunaður er tengist rekstraraðila heimilisins fjölskylduböndum en hann neitar sök.

Lögreglan á Selfossi hefur um skeið rannsakað brotin. Konurnar sem um ræðir eru á fertugs og fimmtugsaldri. Þær eru báðar þroskaskertar og önnur með aðra fötlun að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×