Innlent

Ísak nýr formaður stúdentaráðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak Einar Rúnarsson.
Ísak Einar Rúnarsson.
Ísak Einar Rúnarsson hefur verið kjörinn nýr formaður stúdentaráðs. Hann tekur við af Maríu Rut Kristinsdóttur sem hefur gegnt embættinu s.l. ár en frá þessu er greint á vef stúdentaráðs.

Ísak er oddviti Vöku sem vann sigur í kosningunum í febrúar en þar hlaut Vaka 19 sæti og Röskva 8.

Ísak er 22 ára Garðbæingur en undanfarin tvö ár hefur hann stundað nám við hagfræðideild Háskóla Íslands. Á síðasta ári sat Ísak í Stúdentaráði ásamt því að gegna formennsku í Vöku.

„Ég tel sóknarfæri felast í hagsmunabaráttu stúdenta og mikilvægt er að ráðið haldi áfram að beita sér af fullu afli í kjaramálum stúdenta. Þörf er á að byggja upp stöðugra námslánakerfi sem er líkara norrænu kerfunum. Ennfremur er nú kominn tími til þess að byggja upp í Háskóla Íslands eftir sex ára samfelldan niðurskurð. Þá er einnig mikilvægt að kennarar og starfsfólk skólans sé opið fyrir nýjungum og auknum fjölbreytileika í kennsluháttum og starfsemi,” segir Ísak í samtali við vefsíðu stúdentaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×