Innlent

Starfsemi heimilisins hefur verið hætt

Randver Kári Randversson skrifar
Visir/GVA
Vegna þeirra ásakana sem fram komu í frétt Ríkisútvarpsins í gærkvöldi um meint kynferðisbrot á sumardvalarheimili fyrir fatlaða hefur starfsemi heimilisins verið hætt, án aðkomu yfirvalda. Þetta segir í yfirlýsingu frá lögmanni rekstraraðila heimilisins.

Þar segir ennfremur að umræddar kærur séu enn til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. Ekki liggi fyrir hvort þær muni leiða til ákæru en kærði ber af sér allar sakir í málunum.

Rekstraraðilar hafi í áratugi borið hag fatlaðra einstaklinga fyrir brjósti og harma mjög þær tilhæfulausu ásakanir sem nú séu uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×