Erlent

Þriggja saknað í Colorado

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/afp
Þriggja er saknað eftir aurskriður sem féllu í vesturhluta Colorado í Bandaríkjunum í dag.

Talið er að aurinn sé um 76 metra djúpur þar sem mest lætur. Skriðan er á að giska rúmlega þriggja kílómetra breið og sex kílómetra löng. Aðstæður á svæðinu eru erfiðar og gerir blautur jarðvegurinn leitarmönnum erfitt um vik.

Miklar rigningar hafa verið á svæðinu í dag og undanfarna daga og er það talin skýringin á falli aurskriðunnar. Engar skemmdir urðu vegna hennar, en fólk er beðið um að halda sig fjarri svæðinu á meðan leit stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×