Innlent

Ekki verður samið við hryðjuverkamenn

Birta Björnsdóttir skrifar
Herinn í Úkraínu hóf loftárásir á stærsta flugvöllinn í Donetsk nú seinnipartinn eftir að vopnaðar sveit­ir aðskilnaðarsinna gerðu áhlaup á flug­völl­inn í nótt og hafa hann nú á sínu valdi.

Atburðirnir eiga sér stað nokkrum klukkustundum eftir að ljóst þykir að kaup­sýslumaður­inn Petro Porosén­kó er verði næsti forseti í Úkraínu, en hann lýsti því yfir í dag að ekki verði samið við hryðjuverkamenn í umleitunum við að koma á friði í landinu.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist opinn fyrir viðræðum við hinn nýja forseta, en að hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum verði að linna.

Gagnrýnt hefur verið að ekki hafi öllum reglum við kosningar verið fylgt eftir en Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi hinsvegar frá sér tilkynningu í dag þar sem Úkraínumönnum er hrósað fyrir að halda forsetakosningar sem hafi að mestum hluta samræmst alþjóðlegum viðmiðum við róstursamar aðstæður í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×