Innlent

Sunna Gunnlaugsdóttir hlýtur verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sunna Gunnlaugsdóttir.
Sunna Gunnlaugsdóttir.
Sunna Gunnlaugsdóttir hlýtur verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara í ár. Verðlaununum var úthlutað í fimmta sinn í gær við athöfn sem fram fór í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og nemur verðlaunaféð einni  milljón króna.

Sunna stundaði nám í í Tónlistarskóla FÍH og í William Paterson College í Bandaríkjunum. Hún hefur gefið út fjölmarga hljómdiska, einn með útsetningum á íslenskum þjóðlögum og sjö með eigin tónsmíðum, þar af einn við íslensk ljóð. Sunna hefur komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Evrópu og margoft verið tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. 

Þeir tónlistarmenn sem áður hafa hlotið verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara eru Kristinn H. Árnason gítarleikari (2007), Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri, tónskáld og píanóleikari (2009), Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmonikuleikari (2011) og Ari Bragi Kárason trompetleikari (2012).




Tengdar fréttir

Sunna fær góða dóma í Austurríki

Djasspíanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir fær góða dóma í austur­ríska tímaritinu Concerto fyrir plötu sína The Dream, sem var nýlega tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Tríó Sunnu Gunnlaugs túrar um landið

Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í kvöld tónleikaferð um landið til að fagna útkomu disks síns Distilled, sem hlotið hefur einróma lof í erlendum tónlistartímaritum.

Leikur eigin tónsmíðar

Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs fær Bergþór Pálsson söngvara til liðs við sig á hádegistónleikum í Háteigskirkju á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×