Lífið

Tríó Sunnu Gunnlaugs slær í gegn

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Tríó Sunnu Gunnlaugs
Tríó Sunnu Gunnlaugs Mynd/Hörður Sveinsson
Tríó Sunnu Gunnlaugs lét nýverið frá sér geisladisk sem ber titilinn Distilled. 

Vefritið Jazzwrap segir hann skína skærast af diskum Sunnu og í umfjöllun sinni segir gagnrýnandi Something Else Review stíl Sunnu kalla fram í hugann handbragð meistara Bobo Stenson og Keith Jarrett.

'Distilled' var valinn diskur vikunnar hjá Journal du Jazz og eitt laganna, 'Momento' hlaut náð fyrir augum þáttastjórnanda Late Junction á BBC 3 og skipar mynd af Sunnu í snæviþöktu umhverfi aðalsess á vefsíðu þáttarins sem stendur.

Síðasti diskur tríósins 'Long Pair Bond' fékk glimrandi umfjallanir um allan heim og tríóinu var boðið til leiks á ekki ómerkari viðburðum en Osló Jazzhátíðinni, JazzAhead hátíðinni í Bremen og síðast en ekki síst á Nordic Cool hátíðinni í Kennedy Center í Bandaríkjunum.

Meðlimir eru sem áður Sunna Gunnlaugs á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.