Innlent

Þyrlu gæslunnar snúið af leið

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/GVA
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í morgun send af stað til leitar að liltlum fiskibáti, sem var dottinn út úr sjálvirka tilkynningaskyldukerfinu á svonefndu skuggasvæði og ekki náðist samband við hann. Hann reyndist ekki í nauðum staddur.

Báturinn var á svokölluðu skuggasvæði norður af Horni og amaði ekkert að skipverjanum.

Skuggasvæðin eru svo nefnd þar sem slæmt fjarskiptasamband er á þeim og bátar detta stundum út úr tilkynningarkerfinu og fjarskiptasambandi. Ekki var komið til þess að kalla út björgunarsveitir þegar báturinn fannst, enda var veður gott á svæðinu og vitað var um aðra fiskibáta ekki langt undan. Ef bátsverjinn þyrfti á aðstoð að halda.

Ferð þyrlunnar var þá snúið upp í eftirlit með sendum, meðal annars á Straumnesi. Sendarnir koma stundum laskaðir undan snjófargi vetrarins.

Nú eru um 640 skip og bátar á sjó umhverfis landið, þar af stór hluti strandveiðibátar, því aðeins er búið að klára maí-kvóta þeirra á einu svæði af fjórum, það sem af er mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×