Innlent

Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn.
Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framóknarflokks og flugvallarvina, kæmist inn í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum nýrri skoðanakönnun MMR. Þetta er fyrsta könnunin sem framkvæmd hefur verið í Reykjavík síðan Sveinbjörg lét umdeild ummæli um mosku í Reykjavík falla. Fylgi flokksins hefur aukist um eitt og hálft prósentustig, úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent.

Fylgi Samfylkingarinnar hefur að sama skapi aukist frá síðustu könnun. Fylgi flokksins er nú 32,7 prósent, en í síðustu könnun mældist fylgið 29,5 prósent.

Sjálfstæðismenn bæta við sig hálfu prósentustigi, fara úr 21,1 prósenti í 21,6 prósent.

Fylgi Bjartrar framtíðar dalar um 1,8 prósent, úr 22 prósentum í 24. Fylgi Pírata hefur minnkað um 0,7 prósent, úr 8,2 í 7,5. Fylgi Vinstri grænna hefur dalað talsvert hlutfallslega, úr níu prósentum í 6,8% Dögun mælist með 2,1 prósent fylgi og minnkar það um hálft prósentustig.

Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir einn borgarfulltrúa hvert framboð.

Gagnaöflun vegna könnunarinnar fór fram á tímabilinu 26. til 28. maí 2014. 917 einstaklingar, átján ára og eldri, svöruðu könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×