Guðrún Bryndís um Framsóknarflokkinn: Moskan átti alltaf að vera kosningamál Bjarki Ármannsson og Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2014 23:40 Guðrún Bryndís segir frá tíma sínum í Framsóknarflokknum í ítarlegri grein. Lengi hefur staðið til að fulltrúar Framsóknarflokksins sem kæmust í borgarstjórn beittu sér gegn byggingu mosku í Reykjavík, ef marka má orð Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur. Guðrún skipaði fyrr á árinu annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í borginni en í pistli sem hún birti á vefsíðu Kvennablaðsins lýsir hún upplifun sinni af starfi innan flokksins. Lýsing hennar á samskiptum við aðra flokksfélaga er óneitanlega áhugaverð en hún segir meðal annars að brýnt hafi verið fyrir henni að verkefni borgarfulltrúa flokksins ætti að vera að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík. Þetta bendir til þess að nýleg ummæli oddvita flokksins um að afturkalla eigi lóð til múslima séu ekki eins tilfallandi og gefið hefur verið til kynna opinberlega. Þá vekur hún athygli á því að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi gengt mikilvægum störfum innan flokksins og setur spurningarmerki við það hvernig frambjóðendur voru valdir á lista eftir að Sveinbjörg var valin oddviti. Guðrún Bryndís Karlsdóttir skipaði annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrr á þessu ári. Röð atburðarása leiddu til þess að hún datt út af listanum. Óskar Bergsson, fyrrum oddviti Framsóknar, steig til hliðar og að lokum var ákveðið að Sveinbjörg Birna myndi skipa efsta sæti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. „Ég kveð hér með Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað,“ sagði Guðrún Bryndís í pistli sem birtist þann 29. apríl.Frædd um kristin gildi flokksins Í nýju greininni segir Guðrún meðal annars frá því hvernig Benedikt Þór Gústafsson, þáverandi formaður kjörnefndar flokksins, á að hafa kallað hana á sinn fund í kjölfar þess að hún tilkynnti fjölmiðlum um afstöðu sinnar til trúmála og það hún væri ekki fermd. Tilgangur fundsins á að hafa verið sá að fræða Guðrúnu „um kristin gildi flokksins og að verkefni þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.“ Hún skrifar:Ástæðurnar sem Benedikt tíundaði voru m.a. að Ísland væri eitt þeirra landa sem væri nokkurn veginn laust við íslam, stærð safnaðarins réttlæti ekki bygginguna og að áformin um byggingu hefðu þann tilgang einan að fjölga áhangendum íslam.Fleira fræddi Benedikt mig um, svo sem það að fjármögnun byggingarinnar kæmi frá olíugróða ríkra múslima sem hefðu byggt moskur í nágrannaríkjunum og að reynslan þar hefði skilað sér í mikilli fjölgun múslima sem væru nú að taka völdin. Félagslegu áhrifin væru hverfi múslima sem þægju styrki frá skattgreiðendum, þar sem lög landsins næðu ekki yfir slíkt. Brátt myndu ganga í gildi sharialög þar sem refsingin væri að hendur væru höggnar af fólki og það grýtt.Leit að fólki með réttahugarfariðGuðrún segir einnig að henni þyki óvenjulegt að ekki hafi verið auglýst eftir fólki í framboð eftir að tekið var til á framboðslistanum eftir afsögn Óskars. Heldur hafi Sveinbjörg haft samband við hana og beðið um hjálp við að finna sex konur í efstu sæti listans gegn því að barist yrði fyrir því að Guðrún héldi sæti sínu.Kannski var það vegna þess að það þurfti að finna fólk með rétta hugarfarið?Er ekki auglýst eftir frambjóðendum hjá stjórnmálaflokkum? Er vaninn að flokksforysta og þingmenn leiti með logandi ljósi að einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja nafn sitt og heiður að veði til að flytja boðskapinn burtséð frá vilja margra innan flokksins?Flugvöllurinn og útrýmingarbúðirFrásögn Bryndísar af samskiptum sínum við Ólaf F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, vekja einnig athygli en hún skrifar:Þegar Óskar Bergsson var horfinn af vettvangi hófust undarleg samskipti milli mín og Ólafs F. Magnússonar. Hann kenndi mér lausnina á því hvernig mætti ná manni inn – galdurinn væri að vera með einsmálsstefnu sem væri FLUGVÖLLURINN!Flugvöllurinn hefur aðdráttarafl og út á hann hafði Ólafur sjálfur fengið um 10% atkvæða með stuðningi hagsmunahóps flugvallarins.Ólafur F. skrifaði langar stuðningsyfirlýsingar við mig á Facebook og dásamaði konu í oddvitasæti – því það er svo góð söluvara. Það sem var öllu furðulegra var að í hita leiksins læddust með athugasemdir hans um að útrýmingarbúðir gyðinga væru sögufölsun. Tengdar fréttir „Er búið að dömpa mér?“ Ef fréttamenn hringja í þig er svarið: "No comment“ við öllu rifjar Guðrún Bryndís Karlsdóttir upp. 29. apríl 2014 21:59 Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar "Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag. 29. apríl 2014 13:15 Píratakafteinn býður Guðrúnu Bryndísi um borð Halldór Auðar Svansson, kafteinn Pírata í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann lýsir yfir eftirsjá af góðum frambjóðanda í sveitarstjórnarkosningunum, og á þar við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur. 30. apríl 2014 07:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Lengi hefur staðið til að fulltrúar Framsóknarflokksins sem kæmust í borgarstjórn beittu sér gegn byggingu mosku í Reykjavík, ef marka má orð Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur. Guðrún skipaði fyrr á árinu annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í borginni en í pistli sem hún birti á vefsíðu Kvennablaðsins lýsir hún upplifun sinni af starfi innan flokksins. Lýsing hennar á samskiptum við aðra flokksfélaga er óneitanlega áhugaverð en hún segir meðal annars að brýnt hafi verið fyrir henni að verkefni borgarfulltrúa flokksins ætti að vera að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík. Þetta bendir til þess að nýleg ummæli oddvita flokksins um að afturkalla eigi lóð til múslima séu ekki eins tilfallandi og gefið hefur verið til kynna opinberlega. Þá vekur hún athygli á því að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi gengt mikilvægum störfum innan flokksins og setur spurningarmerki við það hvernig frambjóðendur voru valdir á lista eftir að Sveinbjörg var valin oddviti. Guðrún Bryndís Karlsdóttir skipaði annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrr á þessu ári. Röð atburðarása leiddu til þess að hún datt út af listanum. Óskar Bergsson, fyrrum oddviti Framsóknar, steig til hliðar og að lokum var ákveðið að Sveinbjörg Birna myndi skipa efsta sæti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. „Ég kveð hér með Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað,“ sagði Guðrún Bryndís í pistli sem birtist þann 29. apríl.Frædd um kristin gildi flokksins Í nýju greininni segir Guðrún meðal annars frá því hvernig Benedikt Þór Gústafsson, þáverandi formaður kjörnefndar flokksins, á að hafa kallað hana á sinn fund í kjölfar þess að hún tilkynnti fjölmiðlum um afstöðu sinnar til trúmála og það hún væri ekki fermd. Tilgangur fundsins á að hafa verið sá að fræða Guðrúnu „um kristin gildi flokksins og að verkefni þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.“ Hún skrifar:Ástæðurnar sem Benedikt tíundaði voru m.a. að Ísland væri eitt þeirra landa sem væri nokkurn veginn laust við íslam, stærð safnaðarins réttlæti ekki bygginguna og að áformin um byggingu hefðu þann tilgang einan að fjölga áhangendum íslam.Fleira fræddi Benedikt mig um, svo sem það að fjármögnun byggingarinnar kæmi frá olíugróða ríkra múslima sem hefðu byggt moskur í nágrannaríkjunum og að reynslan þar hefði skilað sér í mikilli fjölgun múslima sem væru nú að taka völdin. Félagslegu áhrifin væru hverfi múslima sem þægju styrki frá skattgreiðendum, þar sem lög landsins næðu ekki yfir slíkt. Brátt myndu ganga í gildi sharialög þar sem refsingin væri að hendur væru höggnar af fólki og það grýtt.Leit að fólki með réttahugarfariðGuðrún segir einnig að henni þyki óvenjulegt að ekki hafi verið auglýst eftir fólki í framboð eftir að tekið var til á framboðslistanum eftir afsögn Óskars. Heldur hafi Sveinbjörg haft samband við hana og beðið um hjálp við að finna sex konur í efstu sæti listans gegn því að barist yrði fyrir því að Guðrún héldi sæti sínu.Kannski var það vegna þess að það þurfti að finna fólk með rétta hugarfarið?Er ekki auglýst eftir frambjóðendum hjá stjórnmálaflokkum? Er vaninn að flokksforysta og þingmenn leiti með logandi ljósi að einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja nafn sitt og heiður að veði til að flytja boðskapinn burtséð frá vilja margra innan flokksins?Flugvöllurinn og útrýmingarbúðirFrásögn Bryndísar af samskiptum sínum við Ólaf F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, vekja einnig athygli en hún skrifar:Þegar Óskar Bergsson var horfinn af vettvangi hófust undarleg samskipti milli mín og Ólafs F. Magnússonar. Hann kenndi mér lausnina á því hvernig mætti ná manni inn – galdurinn væri að vera með einsmálsstefnu sem væri FLUGVÖLLURINN!Flugvöllurinn hefur aðdráttarafl og út á hann hafði Ólafur sjálfur fengið um 10% atkvæða með stuðningi hagsmunahóps flugvallarins.Ólafur F. skrifaði langar stuðningsyfirlýsingar við mig á Facebook og dásamaði konu í oddvitasæti – því það er svo góð söluvara. Það sem var öllu furðulegra var að í hita leiksins læddust með athugasemdir hans um að útrýmingarbúðir gyðinga væru sögufölsun.
Tengdar fréttir „Er búið að dömpa mér?“ Ef fréttamenn hringja í þig er svarið: "No comment“ við öllu rifjar Guðrún Bryndís Karlsdóttir upp. 29. apríl 2014 21:59 Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar "Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag. 29. apríl 2014 13:15 Píratakafteinn býður Guðrúnu Bryndísi um borð Halldór Auðar Svansson, kafteinn Pírata í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann lýsir yfir eftirsjá af góðum frambjóðanda í sveitarstjórnarkosningunum, og á þar við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur. 30. apríl 2014 07:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Er búið að dömpa mér?“ Ef fréttamenn hringja í þig er svarið: "No comment“ við öllu rifjar Guðrún Bryndís Karlsdóttir upp. 29. apríl 2014 21:59
Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar "Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag. 29. apríl 2014 13:15
Píratakafteinn býður Guðrúnu Bryndísi um borð Halldór Auðar Svansson, kafteinn Pírata í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann lýsir yfir eftirsjá af góðum frambjóðanda í sveitarstjórnarkosningunum, og á þar við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur. 30. apríl 2014 07:03