Lífið

Lentum í áttunda sæti í forkeppninni

Bjarki Ármannsson skrifar
Strákarnir okkar í Pollapönki.
Strákarnir okkar í Pollapönki. Vísir/AFP
Framlag Íslands til Eurovision í ár, lagið No prejudice í flutningi Pollapönks, hafnaði í áttunda sæti í sinni forkeppni. Þetta kom í ljós þegar Eurovision greindi frá niðurstöðunum í gær.

Holland hlaut fyrsta sætið og Svíþjóð annað, en þessi tvö lönd lentu einmitt í 2. og 3. sæti á aðalkvöldinu sem fór fram í gærkvöldi. Eins og kunnugt er fór hinn austurríski Conchita Wurst með sigur af hólmi í ár en Pollapönk hreppti fimmtánda sætið. 






Tengdar fréttir

Svona skiptust stig Íslands

Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×