Prófum frestað í Eyjum vegna handboltaleiks Jakob Bjarnar Grétarsson og Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2014 11:40 Prófum frestað í framhaldskólanum í Vestmannaeyjum. myndir/ómar Gríðarleg stemmning er úti í Eyjum vegna komandi úrslitaleiks í Íslandsmótinu í handknattleik að prófum nemenda í framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið frestað svo nemendur komist á leikinn. Það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. ÍBV jafnaði einvígið gegn Haukum í gærkvöld í 2-2 og það verður því allt undir í oddaleik að Ásvöllum annað kvöld. Stemmningin í bæjarfélaginu er svo mikil að bæjarstjórinn Elliði Vignisson, beitti sér fyrir því að prófum í framhaldsskóla Vestmannaeyja verði frestað svo nemendur komist á leikinn. „Nei það er nú ekki hægt að orða það þannig að ég hafi beitt mér í málinu, hins vegar er það þannig að í útsendingu frá leiknum í gær þá skoraði íþróttafréttaritarinn á mig að kanna það hvort nemendur gætu fengið frí til að fylgja sínu liði,“ segir Elliði. Framhaldskólanemendur byrjuðu strax í morgun að spyrja Elliða hvort hann ætlaði að verða við þessari áskorun íþróttafréttaritarans. „Ég hafði samband við skólayfirvöld og það var í raun óþarfi því að sjálfsögðu voru skólayfirvöld þegar búin að undirbúa þetta. Nemendur í framhaldskólanum eins og flestir Eyjamenn sem ég þekki munu því fylgja liðinu að Ásvöllum og sækja þangað bikarinn sjálfan og koma með hann heim.“ Aðspurður hvort þetta gefi vafasamt fordæmi gagnvart forgangsröðun svaraði Elliði því neitandi. „Þvert á móti, þetta gefur þau skýru skilaboð að skólayfirvöld eru greinilega mjög stolt af framgöngu sinna nemenda. Við erum hér með tvær öflugar íþróttaakademíur hér í Vestmannaeyjum. Lungann af þessum nemendum koma úr íþróttaakademíu skólans og þar er t.d. algjört bann við áfengisnotkun og öðru slíku. Framhaldskólinn í Vestmannaeyjum er með þessu að sýna mikinn skilning og stendur með samfélaginu.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Gríðarleg stemmning er úti í Eyjum vegna komandi úrslitaleiks í Íslandsmótinu í handknattleik að prófum nemenda í framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið frestað svo nemendur komist á leikinn. Það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. ÍBV jafnaði einvígið gegn Haukum í gærkvöld í 2-2 og það verður því allt undir í oddaleik að Ásvöllum annað kvöld. Stemmningin í bæjarfélaginu er svo mikil að bæjarstjórinn Elliði Vignisson, beitti sér fyrir því að prófum í framhaldsskóla Vestmannaeyja verði frestað svo nemendur komist á leikinn. „Nei það er nú ekki hægt að orða það þannig að ég hafi beitt mér í málinu, hins vegar er það þannig að í útsendingu frá leiknum í gær þá skoraði íþróttafréttaritarinn á mig að kanna það hvort nemendur gætu fengið frí til að fylgja sínu liði,“ segir Elliði. Framhaldskólanemendur byrjuðu strax í morgun að spyrja Elliða hvort hann ætlaði að verða við þessari áskorun íþróttafréttaritarans. „Ég hafði samband við skólayfirvöld og það var í raun óþarfi því að sjálfsögðu voru skólayfirvöld þegar búin að undirbúa þetta. Nemendur í framhaldskólanum eins og flestir Eyjamenn sem ég þekki munu því fylgja liðinu að Ásvöllum og sækja þangað bikarinn sjálfan og koma með hann heim.“ Aðspurður hvort þetta gefi vafasamt fordæmi gagnvart forgangsröðun svaraði Elliði því neitandi. „Þvert á móti, þetta gefur þau skýru skilaboð að skólayfirvöld eru greinilega mjög stolt af framgöngu sinna nemenda. Við erum hér með tvær öflugar íþróttaakademíur hér í Vestmannaeyjum. Lungann af þessum nemendum koma úr íþróttaakademíu skólans og þar er t.d. algjört bann við áfengisnotkun og öðru slíku. Framhaldskólinn í Vestmannaeyjum er með þessu að sýna mikinn skilning og stendur með samfélaginu.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira