Innlent

Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu

Samúel Karl Ólason skrifar

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt.

Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini.  Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum.

Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ.

Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til.

YFIRHEYRSLAN

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal.

Hundar eða kettir?

Bæði.

Hver er stærsta stundin í lífinu?

Fæðing barnanna minna.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund Bernaise.

Hvernig bíl ekur þú?

Landcruiser 2005.

Besta minningin?

Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?

Já, ég hef fengið  hraðasekt.

Hverju sérðu mest eftir?

Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár.

Draumaferðalagið?

Sigling á Miðjarðarhafinu.

Hefur þú migið í saltan sjó?

Já.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?

Að gefa kost á mér í pólitík.

Hefur þú viðurkennt mistök?

Já, oft.

Hverju ertu stoltastur af?

Fjölskyldunni.

Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.


Tengdar fréttir

Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík

Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×