„Hann tók utan um mig og við fórum bæði pínu að gráta“ Hanna Rún Sverridóttir skrifar 15. maí 2014 12:04 Kolfinna Guðmundsdóttir, 18 ára stúlka, hefur komist að því að hún er ekki með arfgengan sjúkdóm sem dregur fólk til dauða, oft fyrir þrítugt. Ísland í dag hitti Kolfinnu í vikunni og var viðtal við hana sýnt á Stöð 2 í gær. Helmingslíkur eru á því að fólk í fjölskyldu Kolfinnu sé haldið sjúkdómnum, sem er ólæknandi. Sjúkdómurinn sem er séríslenskur lýsir sér þannig að fólk fær heilablæðingu. Kolfinna sagði frá því, í viðtali við Ísland í dag fyrir um hálfu ári síðan, þegar hún kom að ásamt bróður sínum að móður þeirra sem hafði fengið heilablæðingu. Þau hafi ekki vitað hvað þau áttu að gera. Í það skipti lifði móðir hennar af. Hún fékk svo aðra heilblæðingu í febrúar 2005 sem hún lést af. Þá var Kolfinna um níu ára gömul. Móðursystir Kolfinnu, María Ósk Kjartansdóttir, er 27 ára í dag. Hún komst að því aðeins 16 ára gömul að hún væri haldin sjúkdómnum. Síðan þá hefur hún fengið fimm heilablæðingar en lifað þær allar af. Það þykir með ólíkindum að hún sé enn á lífi í dag.„Það kemur engum við nema mér“ Þegar María komst að því að hún væri haldin sjúkdómnum hugsaði hún með sér að hún yrði að drífa sig að öllu. Til dæmis að drífa sig að eignast barn og gifta sig. Sem hún og gerði. Hún á sex ára gamla dóttur, Alexöndru, í dag. Hún ákvað að láta ekki athuga hvort Alexandra væri haldin sjúkdómnum. Dóttirin verði að fá að ákveða það sjálf, þegar hún hefur aldur til, hvort hún vilji vita hvort hún sé með sjúkdóminn eða ekki. María hefur fengið heilablæðingu í fimm skipti.Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að eignast barn og hvort áhættan sé ekki of mikil svarar María því til að flesta langi að eignast barn. „Mér finnst bara að maður verði að fá að upplifa þessa tilfinningu að eignast barn, að sjá barn.“ „Ég verð að segja það, það kemur engum við nema mér.“Frestaði því aðeins að fá niðurstöðuna Kolfinna var ekki á sama máli og María. Hún er ekki viss um að hana langi að eignast barn enda hafi það verið erfið upplifun þegar móðir hennar lést. Kolfinna mátti vita það þegar hún var orðin 18 ára hvort hún væri haldin sjúkdómnum. Það var í mars en Kolfinna ákvað að fresta því aðeins að fá niðurstöðu. Hún ákvað að hugsa málið aðeins, hvort það væri rétt að vita þetta eða ekki vita þetta. Hún vildi hugsa um það hvort það myndi breyta lífinu að vita ef hún væri með sjúkdóminn. Engin pressa hafi verið frá fjölskyldunni um hvort hún ætti að fá niðurstöðu eða ekki. Kolfinna á kærasta sem hún segir hafa stutt sig í gegnum ferlið. „Niðurstaðan var að ég er ekki með sjúkdóminn og ég get lifað mínu lífi eins og ég vil.“ Niðurstöðuna fékk hún þegar hún var að keyra ásamt kærastanum, Læknirinn hringdi og sagði henni frá því að hún væri ekki með sjúkdóminn. „Það lét okkur bæði brosa og ég stoppaði bílinn, hann tók utan um mig og við fórum bæði pínu að gráta. Enda miklar gleðifréttir.“Kærastinn staðið við hlið Kolfinnu eins og klettur Kolfinna lítur björtum augum á framtíðina. Hún og kærastinn hafa keypt íbúð og bíl. „Ég get hugsað núna að ég get átt eðlilegt líf og gert það sem ég vil, ég hef ekki einhvern ákveðinn tíma.“ Hún segist nú geta hugsað sér að eignast börn og þar sem hún er ekki haldin sjúkdómnum sé alveg öruggt að hennar börn geta ekki fengið hann heldur. Hún sagði kærastanum sínum frá sjúkdómnum þegar þau höfðu verið saman í tvo mánuði en þau hafa nú verið saman í eitt og hálft ár. Hún sagði kærastanum sínum að ef hún fengi jákvæða niðurstöðu að þá myndi hún ekki vera með honum áfram. Hann var ekki sáttur við það og sagðist vilja vera með henni hvort sem hún væri með sjúkdóminn eða ekki. Kærastinn studdi hana alla tímann. Kolfinna viðurkennir að hún sé enn hissa á því hversu sterkur hann er. „Við erum svo rosalega fegin að nú þurfum við ekki einu sinni að pæla í því.“ Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Kolfinna Guðmundsdóttir, 18 ára stúlka, hefur komist að því að hún er ekki með arfgengan sjúkdóm sem dregur fólk til dauða, oft fyrir þrítugt. Ísland í dag hitti Kolfinnu í vikunni og var viðtal við hana sýnt á Stöð 2 í gær. Helmingslíkur eru á því að fólk í fjölskyldu Kolfinnu sé haldið sjúkdómnum, sem er ólæknandi. Sjúkdómurinn sem er séríslenskur lýsir sér þannig að fólk fær heilablæðingu. Kolfinna sagði frá því, í viðtali við Ísland í dag fyrir um hálfu ári síðan, þegar hún kom að ásamt bróður sínum að móður þeirra sem hafði fengið heilablæðingu. Þau hafi ekki vitað hvað þau áttu að gera. Í það skipti lifði móðir hennar af. Hún fékk svo aðra heilblæðingu í febrúar 2005 sem hún lést af. Þá var Kolfinna um níu ára gömul. Móðursystir Kolfinnu, María Ósk Kjartansdóttir, er 27 ára í dag. Hún komst að því aðeins 16 ára gömul að hún væri haldin sjúkdómnum. Síðan þá hefur hún fengið fimm heilablæðingar en lifað þær allar af. Það þykir með ólíkindum að hún sé enn á lífi í dag.„Það kemur engum við nema mér“ Þegar María komst að því að hún væri haldin sjúkdómnum hugsaði hún með sér að hún yrði að drífa sig að öllu. Til dæmis að drífa sig að eignast barn og gifta sig. Sem hún og gerði. Hún á sex ára gamla dóttur, Alexöndru, í dag. Hún ákvað að láta ekki athuga hvort Alexandra væri haldin sjúkdómnum. Dóttirin verði að fá að ákveða það sjálf, þegar hún hefur aldur til, hvort hún vilji vita hvort hún sé með sjúkdóminn eða ekki. María hefur fengið heilablæðingu í fimm skipti.Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að eignast barn og hvort áhættan sé ekki of mikil svarar María því til að flesta langi að eignast barn. „Mér finnst bara að maður verði að fá að upplifa þessa tilfinningu að eignast barn, að sjá barn.“ „Ég verð að segja það, það kemur engum við nema mér.“Frestaði því aðeins að fá niðurstöðuna Kolfinna var ekki á sama máli og María. Hún er ekki viss um að hana langi að eignast barn enda hafi það verið erfið upplifun þegar móðir hennar lést. Kolfinna mátti vita það þegar hún var orðin 18 ára hvort hún væri haldin sjúkdómnum. Það var í mars en Kolfinna ákvað að fresta því aðeins að fá niðurstöðu. Hún ákvað að hugsa málið aðeins, hvort það væri rétt að vita þetta eða ekki vita þetta. Hún vildi hugsa um það hvort það myndi breyta lífinu að vita ef hún væri með sjúkdóminn. Engin pressa hafi verið frá fjölskyldunni um hvort hún ætti að fá niðurstöðu eða ekki. Kolfinna á kærasta sem hún segir hafa stutt sig í gegnum ferlið. „Niðurstaðan var að ég er ekki með sjúkdóminn og ég get lifað mínu lífi eins og ég vil.“ Niðurstöðuna fékk hún þegar hún var að keyra ásamt kærastanum, Læknirinn hringdi og sagði henni frá því að hún væri ekki með sjúkdóminn. „Það lét okkur bæði brosa og ég stoppaði bílinn, hann tók utan um mig og við fórum bæði pínu að gráta. Enda miklar gleðifréttir.“Kærastinn staðið við hlið Kolfinnu eins og klettur Kolfinna lítur björtum augum á framtíðina. Hún og kærastinn hafa keypt íbúð og bíl. „Ég get hugsað núna að ég get átt eðlilegt líf og gert það sem ég vil, ég hef ekki einhvern ákveðinn tíma.“ Hún segist nú geta hugsað sér að eignast börn og þar sem hún er ekki haldin sjúkdómnum sé alveg öruggt að hennar börn geta ekki fengið hann heldur. Hún sagði kærastanum sínum frá sjúkdómnum þegar þau höfðu verið saman í tvo mánuði en þau hafa nú verið saman í eitt og hálft ár. Hún sagði kærastanum sínum að ef hún fengi jákvæða niðurstöðu að þá myndi hún ekki vera með honum áfram. Hann var ekki sáttur við það og sagðist vilja vera með henni hvort sem hún væri með sjúkdóminn eða ekki. Kærastinn studdi hana alla tímann. Kolfinna viðurkennir að hún sé enn hissa á því hversu sterkur hann er. „Við erum svo rosalega fegin að nú þurfum við ekki einu sinni að pæla í því.“
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent