Innlent

Reiðhjólafjöldi lögreglunnar margfaldast

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók í dag í notkun sex sérútbúin lögreglureiðhjól. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir sýnileika lögreglunnar eflast til muna með hjólandi lögreglumönnum.

Arion Banki afhenti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að gjöf sex ný og sérútbúin reiðhjól til lögreglustarfa á Austurvelli í dag. Lögreglan hefur lengi haft reiðhjól til afnota en notkun þeirra hefur verið takmörkuð.

„Lögreglan hefur betra tækifæri en áður til þess að vera í betri tengslum við íbúana sem eru á hjólum og eru gangandi. Það er ferðamáti sem verður sífellt vinsælli og lögreglan verður að fylgja á eftir þar eins og annars staðar,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Stefnt er að því að tveir eða fleiri lögreglumenn starfi á hjóli á dag í allt sumar. „Við erum nær fólkinu og tala við það. Það leiðir út í eitthvað spjall sem er vinalegt og skemmtilegt. Við komust á staði þar sem bílar komast ekki og sinnum þannig miklu stærra svæði,“ segir Ragna Hjartardóttir, lögreglukona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×