Reiði á Dalvík eftir að gæsin Goggur var lituð blá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2014 15:08 Goggur er er meðal annars blár á augnlokunum og goggnum. Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“ Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira