Innlent

Pólskur geimfari með fyrirlestur í HR

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/wikipedia
Pólski geimfarinn Miroslaw Hermaszewski heldur fyrirlestur um geimferðir í Háskólanum í Reykjavík á morgun.

Hann er eini Pólverjinn sem farið hefur út í geiminn en árið 1978 fór hann ásamt Rússanum Pyotr Klimuk með Soyuz 30 geimfari í Salyut 6 geimstöð Sovétmanna og dvaldi þar í viku. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum pólsks stjörnuáhugafólks á Íslandi, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Háskólans í Reykjavík.

Aðgangur er ókeypis en fyrirlesturinn verður í stofu M101 klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×