Erlent

Fólki heimilt að taka tilraunalyf í Colorado

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Í kvikmyndinni The Dallas Buyers Club lék Matthew McConaughey alnæmissmitaðan mann sem smyglaði lyfjum til Bandaríkjanna.
Í kvikmyndinni The Dallas Buyers Club lék Matthew McConaughey alnæmissmitaðan mann sem smyglaði lyfjum til Bandaríkjanna.
Fólki í fylkinu Colorado í Bandaríkjunum sem er með banvænan sjúkdóm er nú heimilt samkvæmt lögum að taka tilraunalyf. Colorado er fyrsta fylkið þar í landi þar sem slíkt er heimilað í lögum.

Fólki er jafnvel heimilt að taka lyf sem eru mörgum árum frá því að fá opinbert leyfi. Það var fylkisstjórinn, John Hickenlooper, sem staðfesti frumvarpið sem kallað er „right to try“ eða „leyfi til að prófa“ sem lög.

Ættingjar fólks sem látist hefur af ýmsum sjúkdómum deildi reynslu sinnin af því hversu erfitt það var að horfa upp á það að fólkinu hefði verið bannað að taka inn lyf sem ekki höfðu enn verið samþykkt.  

„Þegar þú ert dauðvona og það er til lyf þarna úti sem gæti hjálpað þér virðist fáránlegt að þú megir ekki taka þau,“ sagði þingmaðurinn, Irene Aguilar, sem studdi tillöguna.

Hún kallaði frumvarpið „Dallas Buyers Club- frumvarpið“ eftir mynd um alnæmissjúkling sem smyglaði ólöglegum lyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna í því skyni að hjálpa sér og öðrum sem smitaðir voru af HIV eða voru orðnir veikir af alnæmi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×