„Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. maí 2014 21:21 Myndin er tekin af Jovana þegar hún heimsótti Serbíu í fyrrasumar. „Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira