„Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. maí 2014 21:21 Myndin er tekin af Jovana þegar hún heimsótti Serbíu í fyrrasumar. „Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
„Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira