Erlent

Suðurpóllinn bráðnar tvöfalt hraðar en áður

Bjarki Ármannsson skrifar
Vísindamenn telja að ekkert geti nú komið í veg fyrir að Suðurskautslandið muni hverfa með öllu á næstu öldum.
Vísindamenn telja að ekkert geti nú komið í veg fyrir að Suðurskautslandið muni hverfa með öllu á næstu öldum. Vísir/AFP
Suðurskautslandið tapar um 160 milljónum tonna af ísmassa á ári hverju samkvæmt nýrri rannsókn. Þetta er um tvöfalt það árlega magn íss sem bráðnaði þegar svæðið var síðast kannað, á árunum 2005 til 2010.

Frá þessu er greint á vef BBC en rannsóknin byggir á upplýsingum frá geimfarinu Cryosat. Bráðnunin á Suðurskautslandinu kemur til með að hækka yfirborð sjávar um um það bil 0,43 millímetra á ári hverju.

Þessi tíðindi fylgja fast á hæla niðurstöðu annarrar rannsóknar frá Bandarísku geimvísindastofnuninni sem segir að ekkert geti nú komið í veg fyrir að Suðurskautslandið muni hverfa með öllu á næstu öldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×