Enski boltinn

Van Gaal tekur við Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United til næstu þriggja ára. Þetta staðfesti Manchester United í dag.

Þetta hefur legið í loftinu síðustu daga og vikur en David Moyes var rekinn á miðju tímabili eftir að ljóst varð að United myndi ekki spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Van Gaal er 62 ára gamall og stýrir landsliði Hollands á HM í Brasilíu í sumar. Að mótinu loknu kemur hann til starfa á Old Trafford.

„Það var alltaf mín ósk að starfa í ensku úrvalsdeildinni og ég er mjög stoltur af því að starfa sem knattspyrnustjóri Manchester United, stærsta félag heims,“ sagði van Gaal í viðtali á heimasíðu United.

„Ég hef stýrt liðum á stórum leikjum á Old Trafford áður og þekki vel hversu magnaður leikvangur það er. Þetta er metnaðarfullt félag en það er ég líka. Ég er þess fullviss að við munum ná sögulegum árangri saman.“

Ryan Giggs, sem stýrði United tímabundið eftir að Moyes var látinn fara, hefur verið ráðinn aðstoðarstjóri van Gaal en í þjálfarateyminu verða einnig Hollendingarnir Frank Hoek og Marcel Bout.

„Ég er hæstánægður með að fá tækifæri til að starfa sem aðstoðarstjóri. Louis van Gaal er þjálfari í heimsklassa og ég veit að ég mun læra heilmikið af honum,“ sagði Giggs. „Manchester United hefur verið stór hluti af mínu lífi og ég er glaður að vera hér áfram í svo mikilvægu hlutverki.“

Van Gaal er margreyndur þjálfari sem hefur unnið meistaratitla í Hollandi, Spáni og Þýskalandi sem og Meistaradeild Evrópu og gömlu UEFA-bikarkeppnina.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Manchester United er besta félagið í heimi

Það stefnir allt í það að Hollendingurinn Louis van Gaal verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United en félagið ætlar þó ekki að tilkynna um nýjan stjóra fyrr en eftir lokaumferðina um næstu helgi.

Van Persie líklega fyrirliði

Talið er líklegt að Robin van Persie taki við fyrirliðabandinu hjá Manchester United ef Louis van Gaal tekur við því.

Brottrekstur Moyes staðfestur

Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum.

Ferguson tekur þátt í stjóraleitinni

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson muni aðstoða Manchester United í leitinni að nýjum knattspyrnustjóra.

Höfum ekki samið við nýjan þjálfara

Hollenska dagblaðið Der Telegraaf greindi frá því í morgun að Louis van Gaal hefði náð samkomulagi um að taka við Manchester United eftir að hollenska landsliðið lýkur leik á HM í Brasilíu í sumar, en van Gaal hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Manchester United eftir að David Moyes var látinn taka pokann sinn fyrr í vikunni.

Giggs: United mun rísa upp næsta vetur

Ryan Giggs fékk draumabyrjun sem stjóri Man. Utd um helgina er liðið vann sannfærandi 4-0 sigur á Norwich. Var allt annað að sjá liðið en undir stjórn David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×