Enski boltinn

Höfum ekki samið við nýjan þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Louis van Gaal er talinn líklegur sem næsti þjálfari Manchester United.
Louis van Gaal er talinn líklegur sem næsti þjálfari Manchester United. Vísir/Getty
Hollenska dagblaðið Der Telegraaf greindi frá því í morgun að Louis van Gaal hefði náð samkomulagi um að taka við Manchester United eftir að hollenska landsliðið lýkur leik á HM í Brasilíu í sumar, en van Gaal hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Manchester United eftir að David Moyes var látinn taka pokann sinn fyrr í vikunni.

United hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir: "Það er ekkert að frétta. Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara. Þegar við höfum einhverjar fréttir, þá munum við tilkynna það."

Van Gaal, sem mun láta af störfum sem þjálfari hollenska landsliðsins í sumar, hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn hefur einnig fullyrt að hann hefði átt að vera eftirmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, þegar Skotinn sigursæli ætlaði að stíga frá borði árið 2002.

Manchester United tekur á móti Norwich kl. 16:30 í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Ryans Giggs, sem var falið að stýra United út tímabilið eftir brottrekstur Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×