Enski boltinn

Schmeichel: Van Gaal og Giggs er drauma þjálfarateymi United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ryan Giggs við hlið Van Gaals?
Ryan Giggs við hlið Van Gaals? Vísir/Getty
Fátt virðist koma í veg fyrir að Hollendingurinn Louis van Gaal taki við Manchester United en ráðning hans verður væntanlega tilkynnt á næstu dögum.

Peter Schmeichel, markvörður liðsins til átta ára og goðsögn í lifanda lífi hjá félaginu, er hrifinn af ráðningunni en hann vill að Hollendingurinn fái RyanGiggs sér til aðstoðar.

„United vantar skýra stefnu núna og Van Gaal hefur allt til brunns að bera. Allstaðar þar sem hann hefur þjálfað hefur verið skýr stefna,“ segir Schmeichel.

„Á sumum stöðum hefur þetta leitt til allsherjar stríðs en það mun ekki gerast hérna. Við vitum hvernig við viljum að United sé stjórnað og hvernig fótbolta það á að spila.“

„Van Gaal er mjög gáfaður maður og hann mun skynja þetta mjög fljótlega. En það er mikilvægt að hann hafi mann með sér sem þekkir menninguna í kringum liðið.“

„Ryan Giggs hefur verður nefndur til sögunnar sem aðstoðarmaður hans. Það yrði frábært. Giggs er ungur maður sem hefur verið hjá United alla sína ævi og spilað fleiri leiki fyrir liðið en nokkur annar maður. Hann þekkir menninguna og söguna og getur frætt stjórann um allt sem tengist félaginu,“ segir Peter Schmeichel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×