Enski boltinn

Van Gaal: Manchester United er besta félagið í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Van Gaal fagnar með Robin Van Persie.
Louis Van Gaal fagnar með Robin Van Persie. Vísir/AP
Það stefnir allt í það að Hollendingurinn Louis van Gaal verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United en félagið ætlar þó ekki að tilkynna um nýjan stjóra fyrr en eftir lokaumferðina um næstu helgi.

Louis van Gaal vill ólmur komast í stjórastólinn hjá Manchester United og talaði einstaklega vel um félagið við blaðamann Sky Sports. Eftir það samtal var blaðamaðurinn sannfærður um að van Gaal tæki við United í sumar.

„Hann staðfesti að hann væri í viðræðum við Manchester United en það væri undir félaginu komið hvenær nýr stjóri verður opinberaður.  Hann sagði að Manchester United væri besta félagið í heimi og hann myndi elska það að fá að taka við liðinu. Það lítur út þannig fyrir mér að hann sé að fara að taka við Manchester United," sagði Gary Cotterill, blaðamaður  Sky Sports, í viðtali í frétt um stjóramál United í kvöld.







Louis Van GaalVísir/Getty

Tengdar fréttir

Van Persie: Við komum aftur, treystið mér!

Robin van Persie hefur ekki áhyggjur af framtíð Manchester United þrátt fyrir afar dapurt gengi á tímabilinu en hann skoraði eitt mark í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu í gær.

Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband

Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Giggs gaf ekkert upp um framtíð sína í þakkarræðu eftir leik

Ryan Giggs stýrði Manchester United til 3-1 sigurs á Hull í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en það sem meira er hann skipti sjálfum sér inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok í hugsanlega síðasta leik sínum í búningi United. Eftir leikinn hélt hann þakkaræðu á miðju vallarins alveg eins og Sir Alex Ferguson fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×