Brottrekstur Moyes staðfestur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 07:34 Vísir/Getty Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. Félagið birti í morgun stutta yfirlýsingu þess efnis á heimasíðu sinni. „Félagið vill færa honum þakkir fyrir þá miklu vinnu, heiðarleika og heilindi sem hann færði félaginu,“ sagði í henni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við starfinu en enska blaðið The Telegraph fullyrðir að Ryan Giggs og Nicky Butt muni taka við stjórninni til loka tímabilsins. Moyes tók við starfi knattspyrnustjóra Manchester United af Sir Alex Ferguson síðastliðið sumar en liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og situr nú í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið síðan fréttir af væntanlegum brottrekstri Moyes bárust í gær. Daily Mirror fullyrti til að mynda í morgun að leikmenn United hafi sagt vinum og vandamönnum fyrir tap liðsins gegn Everton um helgina að Moyes yrði rekinn. Independent segir enn fremur að þetta hafi legið í loftinu síðan í febrúar og að félagið komist upp með að greiða Moyes aðeins eins árs laun við uppsögnina þar sem liðinu mistókst að komast í Meistaradeild Evrópu. United varð endanlega af sæti í Meistaradeildinni með tapinu gegn Everton um helgina.Jürgen Klopp, stjóri Dortmund í Þýskalandi, er sem fyrr sterklega orðaður við starfið en aðrir sem eru sagðir koma til greina eru Louis van Gaal, Diego Simeone og Carlo Ancelotti.BREAKING: Manchester United announces that David Moyes has left the club. (part 1 of 2) #mufc — Manchester United (@ManUtd) April 22, 2014BREAKING: The club would like to place on record its thanks for the hard work, honesty and integrity he brought to the role. (part 2 of 2) — Manchester United (@ManUtd) April 22, 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Gary Neville vill að Moyes fá meiri tíma Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni, vill ekki að félagið reki knattspyrnustjórann David Moyes en enskir miðlar voru sammála um það í dag að United ætli að reka Moyes á næstu 24 tímum. 21. apríl 2014 21:15 Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið. 20. apríl 2014 17:18 Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park. 20. apríl 2014 14:30 Enskir miðlar: Moyes verður rekinn frá Manchester United Enskir fjölmiðlar hafa slegið því upp í dag að David Moyes verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United en það hefur gengið skelfilega á fyrsta ári hans á Old Trafford. 21. apríl 2014 13:40 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. Félagið birti í morgun stutta yfirlýsingu þess efnis á heimasíðu sinni. „Félagið vill færa honum þakkir fyrir þá miklu vinnu, heiðarleika og heilindi sem hann færði félaginu,“ sagði í henni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við starfinu en enska blaðið The Telegraph fullyrðir að Ryan Giggs og Nicky Butt muni taka við stjórninni til loka tímabilsins. Moyes tók við starfi knattspyrnustjóra Manchester United af Sir Alex Ferguson síðastliðið sumar en liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og situr nú í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið síðan fréttir af væntanlegum brottrekstri Moyes bárust í gær. Daily Mirror fullyrti til að mynda í morgun að leikmenn United hafi sagt vinum og vandamönnum fyrir tap liðsins gegn Everton um helgina að Moyes yrði rekinn. Independent segir enn fremur að þetta hafi legið í loftinu síðan í febrúar og að félagið komist upp með að greiða Moyes aðeins eins árs laun við uppsögnina þar sem liðinu mistókst að komast í Meistaradeild Evrópu. United varð endanlega af sæti í Meistaradeildinni með tapinu gegn Everton um helgina.Jürgen Klopp, stjóri Dortmund í Þýskalandi, er sem fyrr sterklega orðaður við starfið en aðrir sem eru sagðir koma til greina eru Louis van Gaal, Diego Simeone og Carlo Ancelotti.BREAKING: Manchester United announces that David Moyes has left the club. (part 1 of 2) #mufc — Manchester United (@ManUtd) April 22, 2014BREAKING: The club would like to place on record its thanks for the hard work, honesty and integrity he brought to the role. (part 2 of 2) — Manchester United (@ManUtd) April 22, 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Gary Neville vill að Moyes fá meiri tíma Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni, vill ekki að félagið reki knattspyrnustjórann David Moyes en enskir miðlar voru sammála um það í dag að United ætli að reka Moyes á næstu 24 tímum. 21. apríl 2014 21:15 Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið. 20. apríl 2014 17:18 Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park. 20. apríl 2014 14:30 Enskir miðlar: Moyes verður rekinn frá Manchester United Enskir fjölmiðlar hafa slegið því upp í dag að David Moyes verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United en það hefur gengið skelfilega á fyrsta ári hans á Old Trafford. 21. apríl 2014 13:40 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Gary Neville vill að Moyes fá meiri tíma Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni, vill ekki að félagið reki knattspyrnustjórann David Moyes en enskir miðlar voru sammála um það í dag að United ætli að reka Moyes á næstu 24 tímum. 21. apríl 2014 21:15
Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið. 20. apríl 2014 17:18
Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park. 20. apríl 2014 14:30
Enskir miðlar: Moyes verður rekinn frá Manchester United Enskir fjölmiðlar hafa slegið því upp í dag að David Moyes verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United en það hefur gengið skelfilega á fyrsta ári hans á Old Trafford. 21. apríl 2014 13:40
Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00