Enski boltinn

Giggs: United mun rísa upp næsta vetur

Giggs á hliðarlínunni um helgina.
Giggs á hliðarlínunni um helgina. vísir/getty
Ryan Giggs fékk draumabyrjun sem stjóri Man. Utd um helgina er liðið vann sannfærandi 4-0 sigur á Norwich. Var allt annað að sjá liðið en undir stjórn David Moyes.

Giggs efast ekkert um að Man. Utd muni koma sterkt til baka á næstu leiktíð.

"Það er allt til staðar hjá þessu félagi til þess að ná árangri. Leikmennirnir eru nógu góðir. Ég hef fulla trú á því að liðið berjist á toppnum næsta vetur," sagði Giggs.

"Auðvitað verður það erfitt enda hafa Liverpool og fleiri lið bætt sig verulega. Þrátt fyrir það er ég bjartsýnn. Liverpool er að rífa sig upp úr sjöunda sæti í titilbaráttu. Hver hafði trú á því fyrir ári? Hlutirnir eru oft fljótir að breytast."

Fastlega er búist við því að Hollendingurinn Louis van Gaal taki við Man. Utd í sumar og svo gæti farið að Giggs yrði í þjálfarateymi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×