Innlent

Gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum ekki framlengt

Bjarki Ármannsson skrifar
Fimmmenningarnir eru grunaðir um að hafa nauðgað sextán ára stúlku.
Fimmmenningarnir eru grunaðir um að hafa nauðgað sextán ára stúlku. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á fimmtudag um að framlengja ekki gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku í Breiðholtinu aðfaranótt sunnudagsins 4. maí.

Piltarnir voru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni til fimmtudagsins 15. maí þegar kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í héraði. Síðan hafa hinir grunuðu verið frjálsir ferða sinna.

Mennirnir fimm eru á aldrinum sautján til nítján ára og hafa þeir allir gengist við að hafa haft samræði við stúlkuna sem er á sextánda ári. Þeir neita hins vegar allir að hafa nauðgað henni.

Að lokinni rannsókn lögreglu, sem staðið hefur yfir síðan stúlkan lagði fram kæru þann 7. maí, mun ríkissaksóknari ákveða hvort gefin verði út ákæra á hendur piltunum.




Tengdar fréttir

Stúlkan lagði sjálf fram myndbandsupptökuna

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir fjórum af fimm piltum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku. Myndbandsupptaka er sögð styðja framburð hennar um atvikið.

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×