„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:15 Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira