Oddviti D-listans telur fjárhagsstöðuna góða Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:08 Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira