Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Hrund Þórsdóttir skrifar 7. maí 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Borgarstjórn skoraði í gær á ráðherrann að standa án tafar við yfirlýsinguna og formaður velferðarráðs segir borgina sitja eftir, þar sem þörfin sé brýnust. Velferðarráðuneytið hefur gert ráð fyrir hjúkrunarheimili með 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg allt frá árinu 2008 og um svipað leyti var það staðfest í skipulagi borgarinnar. Ekkert hefur gerst ennþá en vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum, er ljóst að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast hratt.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir búið að byggja öll hjúkrunarheimili úr áætlun ríkisins frá árinu 2008 nema við Sléttuveginn. Þar standi einnig til að Hrafnista byggi íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. „En það er ekki hægt að byrja nema fyrir liggi vilji ráðuneytisins og við bara getum ekki beðið lengur því þörfin er brýnust í Reykjavík. Við skiljum ekki af hverju við höfum setið eftir. Öll borgarstjórn segir hingað og ekki lengra, við getum ekki beðið lengur,“ segir Björk. Í Reykjavík bíða þegar yfir hundrað manns eftir hjúkrunarrýmum. „Til þess að viðhalda sama þjónustustigi árið 2025 og er í dag, þarf að byggja 500 rými í borginni,“ segir hún.Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna skömmu fyrir þingkosningar í fyrra án þess að nokkuð fjármagn hafi fylgt henni. Hann segir rangt að öll önnur fyrirhuguð hjúkrunarheimili frá 2008 séu risin því sú áætlun hafi verið lögð til hliðar árið 2009 og ný gerð um byggingu 11 hjúkrunarheimila, meðal annars í Hafnarfirði, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. „Svo ég skil ekki hvernig þetta varð niðurstaðan,“ segir Kristján Þór. Hann segir þrjú síðastnefndu heimilin eiga að vera risin í síðasta lagi 2015. „Það hefur ekki staðið á ríkinu varðandi fjármögnun þeirra heimila sem fyrirhuguðuð voru,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann þó taka mark á ákalli borgarinnar. „Það liggur fyrir að við þurfum að gera betur í byggingu hjúkrunarrýma en til þess að maður geti lofað einhverju um byggingaráform verður maður að hafa fjármögnun á þeim sömu loforðum. Ég gef ekki út viljayfirlýsingar nema ég hafi tryggingu fyrir því að geta uppfyllt þær,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Borgarstjórn skoraði í gær á ráðherrann að standa án tafar við yfirlýsinguna og formaður velferðarráðs segir borgina sitja eftir, þar sem þörfin sé brýnust. Velferðarráðuneytið hefur gert ráð fyrir hjúkrunarheimili með 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg allt frá árinu 2008 og um svipað leyti var það staðfest í skipulagi borgarinnar. Ekkert hefur gerst ennþá en vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum, er ljóst að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast hratt.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir búið að byggja öll hjúkrunarheimili úr áætlun ríkisins frá árinu 2008 nema við Sléttuveginn. Þar standi einnig til að Hrafnista byggi íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. „En það er ekki hægt að byrja nema fyrir liggi vilji ráðuneytisins og við bara getum ekki beðið lengur því þörfin er brýnust í Reykjavík. Við skiljum ekki af hverju við höfum setið eftir. Öll borgarstjórn segir hingað og ekki lengra, við getum ekki beðið lengur,“ segir Björk. Í Reykjavík bíða þegar yfir hundrað manns eftir hjúkrunarrýmum. „Til þess að viðhalda sama þjónustustigi árið 2025 og er í dag, þarf að byggja 500 rými í borginni,“ segir hún.Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna skömmu fyrir þingkosningar í fyrra án þess að nokkuð fjármagn hafi fylgt henni. Hann segir rangt að öll önnur fyrirhuguð hjúkrunarheimili frá 2008 séu risin því sú áætlun hafi verið lögð til hliðar árið 2009 og ný gerð um byggingu 11 hjúkrunarheimila, meðal annars í Hafnarfirði, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. „Svo ég skil ekki hvernig þetta varð niðurstaðan,“ segir Kristján Þór. Hann segir þrjú síðastnefndu heimilin eiga að vera risin í síðasta lagi 2015. „Það hefur ekki staðið á ríkinu varðandi fjármögnun þeirra heimila sem fyrirhuguðuð voru,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann þó taka mark á ákalli borgarinnar. „Það liggur fyrir að við þurfum að gera betur í byggingu hjúkrunarrýma en til þess að maður geti lofað einhverju um byggingaráform verður maður að hafa fjármögnun á þeim sömu loforðum. Ég gef ekki út viljayfirlýsingar nema ég hafi tryggingu fyrir því að geta uppfyllt þær,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52
Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15