Erlent

Leit að mönnunum á Everest hætt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Skipulagðri leit að fjallaleiðsögumönnunum þremur á Everest er nú formlega hætt. Leitin hefur staðið yfir frá því að snjóflóðið féll í fyrradag. BBC greinir frá.

Farið var yfir allt það leitarsvæði sem skipulagt var en bar leitin ekki árangur. Leitarskilyrði hafa verið slæm og telst ólíklegt að einhver finnist á lífi í öllum snjóþunganum.

Snjóflóðið sem féll í hlíðum Everest fjalls á föstudag er það mannskæðasta í sögu fjallsins. Þrettán manns létu lífið og voru þeir allir fjallaleiðsögumenn sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins.


Tengdar fréttir

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×