Erlent

Engar ferðir á tind Everestfjalls í ár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þrettán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á Everestfjalli á föstudag og þriggja er enn saknað.
Þrettán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á Everestfjalli á föstudag og þriggja er enn saknað. vísir/getty

Leiðsögumenn á Everestfjalli hafa lagt niður störf og undirbúa nú brottför af fjallinu. Engar ferðir verða því á tind fjallsins það sem eftir er árs, en leiðsögumennirnir hætta störfum af virðingu við fallna félaga. Þrettán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á Everestfjalli á föstudag og þriggja er enn saknað.

Tveir Íslendingar, þau Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Axelsson, eru í grunnbúðum Everestfjalls en þau ætluðu bæði að komast á tindinn. Ingólfur segir í samtali við fréttastofu að fjallgöngufólkinu hafi ekki verið tilkynnt um verkfallið. Hann segist hafa trú á að deilan leysist, en Sjerparnir krefjast hærri launa og líftrygginga.

Við erum hérna ásamt hundruðum annarra að bíða eftir að úr þessu leysist,“ segir Ingólfur. „Mér líður pínu eins og sjö ára krakka sem er sagt það verði engin jól. Þetta er lífsviðurværi Sjerpanna og slík ákvörðun skaðar starfsemina til frambúðar. Þannig að þetta mun leysast.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.