Erlent

Sá vini sína deyja í snjónum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Sjerpinn Kaji Sherpa bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll í hlíðum Everest í vikunni. Hann lá í snjónum í þrjá tíma og segist hafa séð vini sína deyja í kringum sig. 16 sjerpar létust í snjóflóðinu í síðustu viku.

„Ísinn féll á okkur. Það var mjög ógnvænlegt. Þetta var síðasta klifurferð mín. Ég mun aldrei aftur fara upp Everest,“ sagði Kaji í viðtali við BBC.

Flestir sjerpanna hafa ákveðið að fara ekki með hópa á fjallið í ár og því eru gönguhópar á leið niður af fjallinu.

Myndbandið og frétt BBC má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×