Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. apríl 2014 14:59 "Mér finnst mjög mikil jákvæðni í hópnum. Ég var svartsýn og þreytt á þessum endalausu frösum og bröndurum. En svo er fullt af fólki sem er sammála þessu og á því að þetta sé ekki boðlegt,“ segir Elín Inga. „Viðbrögðin við síðunni hafa komið mér algjörlega á óvart,“ segir Elín Inga Bragadóttir, ung kona sem ásamt vinkonu sinni, Margréti Helgu Erlingsdóttur, stofnaði hóp á Facebook undir nafninu Kynlegar athugasemdir. Á síðuna geta meðlimir hópsins sagt frá reynslu sinni af uppákomum þar sem kyn fólks er látið skipta máli í umræðum og ákvörðunum. Síðuna stofnuðu þær vinkonur í fyrrakvöld og nú hafa hátt í þrjú þúsund manns skráð sig í hópinn. Hugmyndina fékk Elín Inga í í kjölfar brandara frá samnemanda hennar í Háskólanum á Akureyri, en þar stundar hún nám tengt ferðamálafræði. „Við vorum að velta því fyrir okkur af hverju fellibylir hefðu lengi vel borið kvenmannsnöfn. Þá sagði einn strákurinn að það væri líklega vegna þess að þegar konurnar kæmu til karlanna væru þær svo heitar og rakar. En þegar þær færu tækju þær allt með sér, húsið og bílinn,“ segir Elín Inga. „Þessi strákur er alveg fínn og þetta er bara svona típískur brandari sagður í hugsunarleysi,“ segir Elín Inga sem henti í færslu á Facebook síðu sinni í kjölfar brandarans. „Maður er alltaf að heyra svona brandara og þetta er alveg þreytandi.“ Viðbrögðin við færslunni voru þannig að Elín Inga og Margrét ákváðu að stofna hóp. Hún tekur fram að fellibyljir séu ekki lengur aðeins nefndir eftir konum heldur bera þeir einnig karlmannsnöfn. Ástæðan fyrir kvenmannsnöfnunum var víst sú að það voru flugstjórar, sem lengi vel voru bara karlar, sem nefndu fellibylina og þá eftir konunum sínum. „Eins rómatískt og það nú er,“ segir Elín Inga hlæjandi.Sængurföt með lömbum ekki fyrir stráka Á síðunni hafa margir deilt reynslu sinni og komið með „kynlegar athugasemdir“. Ein segir sögu frá því að þegar sonur hennar var nýfæddur hafi mágkona hennar farið og keypt sængurföt handa stráknum. Hún hafi valið sett með myndum af lömbum og bað um að því yrði pakkað inn. Þá var konan spurð hvort gjöfin væri fyrir strák eða stelpu. Konan svaraði strák og bjóst við því að gjöfin yrði pökkuð inn í bláan pappír. En sú var ekki raunin. Afgreiðslukonan tilkynnti henni þá að sængurfatasettið væri fyrir stelpur. Mágkonan keypti þo sængurverið og drengurinn sem er tveggja ára í dag er hæst ánægður með „meme-in“ sín. Önnur kona lýsir því þegar hún keypti notað hjól handa syni sínum. Hjólið var blátt með fiðrildum á. Þegar hún sagðist ætla koma og skoða hjólið og sagði það vera handa syni sínum spurði konan móðurina hvort hún hefði ekki skoðað mynd af hjólinu. Aftan á því væri barnastóll fyrir dúkkur og bangsa. „Jú einmitt, það er það sem er svo sniðugt, þá getur hann farið með bangsana sína og dúkkurnar í hjólatúr,“ svaraði móðirin sem keypti hjólið.Stakk upp á að maður biði henni bara út að borða Kona segir frá því á síðunni þegar hún lá í ljósabekk og sá að karlmaður fylgdist með henni. Þegar konan kvartaði í afgreiðslunni, með tárin í augunum fyrir framan manninn sagði konan í afgreiðslunni við manninn að hann skyldi bara bjóða konunni út að borða. Þá hlyti hún að fyrirgefa honum. Karlmaður deilir vangaveltum sínum af því hvernig fólk talar. Hann hafi staðið sig að því að segja „helvítis kellingin svínaði á mig“ og „djöfull nauðgaði ég þessu bandi í den“. Hann komi fyrir að hann gleymi sér og orði það sem hann segir á þessa leið. Þetta fari í taugarnar á honum og hann vonast til þess að fólk hætti að tala svona.Kennari kallar nemanda ástina sína Ung kona segir frá kennaranum sínum sem henni þykir segja óviðeigandi hluti. Kennarinn sé á sextugsaldri og hann hafi meðal annars sagt við hana að hann sjái hana fyrri sér í mjög þröngum kjól með mikla skoru. Hann hafi kallað sig ástina sína og strokið henni yfir höndina. „Hvað get ég gert“, spyr hún. „Mér finnst mjög mikil jákvæðni í hópnum. Ég var svartsýn og þreytt á þessum endalausu frösum og bröndurum. En svo er fullt af fólki sem er sammála þessu og á því að þetta sé ekki boðlegt,“ segir Elín Inga. „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir Elín Inga. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira
„Viðbrögðin við síðunni hafa komið mér algjörlega á óvart,“ segir Elín Inga Bragadóttir, ung kona sem ásamt vinkonu sinni, Margréti Helgu Erlingsdóttur, stofnaði hóp á Facebook undir nafninu Kynlegar athugasemdir. Á síðuna geta meðlimir hópsins sagt frá reynslu sinni af uppákomum þar sem kyn fólks er látið skipta máli í umræðum og ákvörðunum. Síðuna stofnuðu þær vinkonur í fyrrakvöld og nú hafa hátt í þrjú þúsund manns skráð sig í hópinn. Hugmyndina fékk Elín Inga í í kjölfar brandara frá samnemanda hennar í Háskólanum á Akureyri, en þar stundar hún nám tengt ferðamálafræði. „Við vorum að velta því fyrir okkur af hverju fellibylir hefðu lengi vel borið kvenmannsnöfn. Þá sagði einn strákurinn að það væri líklega vegna þess að þegar konurnar kæmu til karlanna væru þær svo heitar og rakar. En þegar þær færu tækju þær allt með sér, húsið og bílinn,“ segir Elín Inga. „Þessi strákur er alveg fínn og þetta er bara svona típískur brandari sagður í hugsunarleysi,“ segir Elín Inga sem henti í færslu á Facebook síðu sinni í kjölfar brandarans. „Maður er alltaf að heyra svona brandara og þetta er alveg þreytandi.“ Viðbrögðin við færslunni voru þannig að Elín Inga og Margrét ákváðu að stofna hóp. Hún tekur fram að fellibyljir séu ekki lengur aðeins nefndir eftir konum heldur bera þeir einnig karlmannsnöfn. Ástæðan fyrir kvenmannsnöfnunum var víst sú að það voru flugstjórar, sem lengi vel voru bara karlar, sem nefndu fellibylina og þá eftir konunum sínum. „Eins rómatískt og það nú er,“ segir Elín Inga hlæjandi.Sængurföt með lömbum ekki fyrir stráka Á síðunni hafa margir deilt reynslu sinni og komið með „kynlegar athugasemdir“. Ein segir sögu frá því að þegar sonur hennar var nýfæddur hafi mágkona hennar farið og keypt sængurföt handa stráknum. Hún hafi valið sett með myndum af lömbum og bað um að því yrði pakkað inn. Þá var konan spurð hvort gjöfin væri fyrir strák eða stelpu. Konan svaraði strák og bjóst við því að gjöfin yrði pökkuð inn í bláan pappír. En sú var ekki raunin. Afgreiðslukonan tilkynnti henni þá að sængurfatasettið væri fyrir stelpur. Mágkonan keypti þo sængurverið og drengurinn sem er tveggja ára í dag er hæst ánægður með „meme-in“ sín. Önnur kona lýsir því þegar hún keypti notað hjól handa syni sínum. Hjólið var blátt með fiðrildum á. Þegar hún sagðist ætla koma og skoða hjólið og sagði það vera handa syni sínum spurði konan móðurina hvort hún hefði ekki skoðað mynd af hjólinu. Aftan á því væri barnastóll fyrir dúkkur og bangsa. „Jú einmitt, það er það sem er svo sniðugt, þá getur hann farið með bangsana sína og dúkkurnar í hjólatúr,“ svaraði móðirin sem keypti hjólið.Stakk upp á að maður biði henni bara út að borða Kona segir frá því á síðunni þegar hún lá í ljósabekk og sá að karlmaður fylgdist með henni. Þegar konan kvartaði í afgreiðslunni, með tárin í augunum fyrir framan manninn sagði konan í afgreiðslunni við manninn að hann skyldi bara bjóða konunni út að borða. Þá hlyti hún að fyrirgefa honum. Karlmaður deilir vangaveltum sínum af því hvernig fólk talar. Hann hafi staðið sig að því að segja „helvítis kellingin svínaði á mig“ og „djöfull nauðgaði ég þessu bandi í den“. Hann komi fyrir að hann gleymi sér og orði það sem hann segir á þessa leið. Þetta fari í taugarnar á honum og hann vonast til þess að fólk hætti að tala svona.Kennari kallar nemanda ástina sína Ung kona segir frá kennaranum sínum sem henni þykir segja óviðeigandi hluti. Kennarinn sé á sextugsaldri og hann hafi meðal annars sagt við hana að hann sjái hana fyrri sér í mjög þröngum kjól með mikla skoru. Hann hafi kallað sig ástina sína og strokið henni yfir höndina. „Hvað get ég gert“, spyr hún. „Mér finnst mjög mikil jákvæðni í hópnum. Ég var svartsýn og þreytt á þessum endalausu frösum og bröndurum. En svo er fullt af fólki sem er sammála þessu og á því að þetta sé ekki boðlegt,“ segir Elín Inga. „Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir Elín Inga.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira