Lífið

Vilja snerta við fólki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þriðja undanúrslitakvöld Ísland Got Talent verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Í þættinum berjast keppendur um pláss í úrslitaþættinum. Brynjar og Perla eru meðal keppenda og við kynnumst þeim aðeins betur.

Fullt nafn: Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir 

Aldur: 16 og 17 ára 

Símanúmer til að kjósa þau í Ísland Got Talent: 9009502

Af hverju á fólk að kjósa ykkur?

Okkar ósk er að fólk verði fyrir hughrifum þegar það sér okkur dansa. Við elskum meira en allt að dansa og ef við náum að snerta við fólki er tilganginum náð. 

Hver er draumurinn?

Draumur okkar er að fara utan og sækja tíma hjá bestu kennurunum í heiminum í dag og að koma með heimsmeistaratitil heim til Íslands. 

So You Think You Can Dance eða Dancing With The Stars?

So you think you can dance, því þar eru svo góðir dansarar sem leggja allt í sölurnar og við elskum svona flott show.


Tengdar fréttir

Hvern ætlar þú að kjósa á sunnudaginn?

Næsta sunnudagskvöld fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá næstu átta atriði sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljóna verðlaunafé í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×