Borgarstjóri Osló: "Viljum ekki að hefðin leggist af“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. apríl 2014 17:12 Fabian Stang segir Oslóarbúa ekki vilja að hefðin leggist af. Vísir/Valli/AFP Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló. Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló.
Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06