Enski boltinn

Terry: Við vildum að Liverpool ynni Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, í leiknum á móti Swansea í gær.
John Terry, fyrirliði Chelsea, í leiknum á móti Swansea í gær. Vísir/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, var bara nokkuð ánægður með sigur Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Demba Ba tryggði Chelsea 1-0 sigur á Swansea seinna um daginn og Terry og félagar eru því tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.

„Við vissum augljóslega um úrslitin úr Liverpool-leiknum og þetta voru líklega úrslitin sem við óskuðum okkur," sagði John Terry við Sky Sports.

„Við unnum okkar leik og pressan er enn á liðunum fyrir ofan og neðan okkur. Við vissum að við myndum gera þeim erfitt fyrir með því að vinna okkar leiki hvernig sem leikurinn á Anfield hefði farið," sagði Terry.

Terry þakkaði þolinmæðinni að Chelsea náði inn sigurmarkinu en liðið lék manni fleiri stærsta hluta leiksins.

Chelsea á eftir deildarleiki á móti Sunderland, Liverpool, Norwich og Cardiff en ólíkt hinum tveimur liðunum í titilbaráttunni þá á Chelsea einnig tvo undanúrslitaleiki í Meistaradeildinni í aprílmánuði þar sem liðið mætir spænska liðinu Atletico Madrid.


Tengdar fréttir

Pellegrini: Við áttum að fá víti

Manuel Pellegrini, stjóri Man. City, var ósáttur við að fá ekki víti þegar Martin Skrtel kýldi boltann í teignum í uppbótartíma í leik Liverpool og Man. City í dag.

Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin

Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari.

Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær.

Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Demba Ba hetja Chelsea annan leikinn í röð

Chelsea vann gríðarlega mikilvægan sigur á Swansea á Liberty Stadium í Wales í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum eru Chelsea aðeins tveimur stigum eftir Liverpool í toppsæti deildarinnar.

Coutinho: Það er meiri pressa á Man. City

Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, segir að leikmenn Liverpool muni mæta afslappaðir til leiks í leikinn gegn Man. City í dag enda sé pressan ekki á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×